Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur farið yfir fjölmiðlaumfjöllun Fréttablaðsins í kjölfar keppninnar á Klaustri. Eins og fram hefur komið hafði lögregla afskipti af einhverjum einstaklingum sem höfðu fíkniefni í fórum sínum. Að vel athuguðu máli er ljóst að einn þessara manna er félagi í VÍK.
Félagið fordæmir alla notkun fíkniefna í samræmi við stefnu aðildarfélaga ÍSÍ og ÍBR. Það að félagi innan félagsins verði uppvís að vörslu fíkniefna er litið mjög alvarlegum augum. Stjórn félagsins hefur því ákveðið að viðkomandi einstaklingi verður tafarlaust vikið úr félaginu og hann settur í ótímabundið keppnisbann.
Lesa áfram Tilkynning frá VÍK vegna frétta í kjölfar Klausturs.