1. umferð Íslandsmótsins í þolakstri

Hinn ungi og efnilegi ökumaður Kári Jónsson tók forystu í fyrri hluta keppninnar og leiddi mótið.  Þessi 17 ára ökumaður náði þó ekki að halda Einari Sverri Sigurðarsyni nógu lengi fyrir aftan sig.  Einar, sem er núverandi Íslandsmeistari í þolakstri, komst komst fram úr Kára og kláraði fyrri hlutann í fyrsta sæti. Í seinni hluta keppninnar tók Gylfi Freyr ………

_____________________________________________________________________

Úrslitin og tímarnir eru hér
_____________________________________________________________________

Fréttatilkynning VÍK – 15.05.2005

1. umferð Íslandsmótsins í þolakstri
_____________________________________________________________________

Viðburður: 1. umferð Íslandsmótsins í þolakstri á torfæruhjólum
Staður & Stund: Austan við Hellu, laugardaginn 14.05.2005
Skipuleggjendur: Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK)
Þátttakendur: Meistaradeild: 32 keppendur, Baldursdeild: 60 keppendur
Veður: Léttskýjað, gola, 10°C
Braut: Sandur, sandbörð, sandbrekkur, mýri, lækir, leðja
_____________________________________________________________________

Úrslit Meistaradeild:
1. Einar Sverrir Sigurðarson, KTM
2. Valdimar Þórðarson, Yamaha
3. Kári Jónsson, TM

Um keppnina:
Hinn ungi og efnilegi ökumaður Kári Jónsson tók forystu í fyrri hluta keppninnar og leiddi mótið.  Þessi 17 ára ökumaður náði þó ekki að halda Einari Sverri Sigurðarsyni nógu lengi fyrir aftan sig.  Einar, sem er núverandi Íslandsmeistari í þolakstri, komst fram úr Kára og kláraði fyrri hlutann í fyrsta sæti.
Í seinni hluta keppninnar tók Gylfi Freyr Guðmundsson forystu og virtist ætla að skilja andstæðinga sína eftir.  Gylfi keyrði þó einnig fram úr sjálfum sér, því hann þyrlaðist á hausinn niður snarbratta sandbrekku og datt úr keppni.  Einar tók þá forystu með Valdimar Þórðarson rétt á eftir sér og þá Kára og Gunnlaug Björnsson að slást um 3. sætið.  Einar hélt fyrsta sætinu í seinni hlutanum, Valdimar tók annað sætið og þrátt fyrir fljúgandi ferð á Gunnlaugi flugmanni, náði hann ekki framúr Kára.
Keppnin endaði þannig að Einar sigraði, Valdimar varð í öðru sæti og Kári í því þriðja.

Um brautina:
Keppnin fór fram austan við Hellu í sandgryfjum og mýrarsvaði sem þar er.  Brautin var mikið lögð í gljúpum sandi en djúp mýrin reyndist mönnum mjög erfið.  Keppendur þurftu einnig að keyra yfir árfarvegi og læki.

 

{mosimage}

Hjálmar Jónsson fleytir Hondunni yfir lækinn

{mosimage}

Páll Melsteð, Yamaha, á bólakafi í mýrinni

{mosimage}

Menn áttu í mesta basli með mýrina

{mosimage}

Menn beittu mismunandi tækni til að yfirstíga mýrina.  Supermann-tæknin er mjög stílhrein en bar lítinn árangur

{mosimage}

Jóhann Arnarson, Kawasaki, sýndi tilþrif í keppninni

{mosimage}

Einar Sverrir Sigurðarson, margfaldur Íslandsmeistari stóð uppi sem sigurvegari eftir þéttan og öruggan akstur.

Frekari upplýsingar:

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um mótið, fá fleiri myndir frá mótinu, nánari upplýsingar um keppendur, keppnishald sumarsins ofl. hjá neðangreindum:

Bjarni Bærings

fjölmiðlafulltrúi VÍK,

Sími: 898-9090

Netfang: bb@medis.is

www.motocross.is

 

 

 

 

 


Skildu eftir svar