Leitað að mönnum á torfærumótorhjólum

Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út á þriðja tímanum í nótt, til leitar að fimm mönnum á torfærumótorhjólum. Þeir lögðu á stað frá Gjábakkavegi um kl 16 í gær og ætluðu norður að Hlöðufelli og niður hjá Miðdal. Þeir skiluðu sér ekki á ætluðum tíma. Um 25 björgunarsveitarmenn komu að leitinni og fóru

 þeir á bílum inn á áætlaða ferðaleið fimmmenninganna. Um kl 5:45 í morgun fundu þeir mennina heila á húfi í Dalbúðarskála við Kerlingu. Þeir voru þá orðnir bensínlitlir eftir að hafa lent í mjög erfiðu færi. Eldsneyti var komið til þeirra og þeir aðstoðaðir við að komast til byggða.

Skildu eftir svar