Ryan Hughes vinnur endurocross

Huges eða The Ryno eins og hann er oftast kallaður, vann um síðustu helgi Endurocrossið sem haldið var í USA. Hann vann sér inn með sigrinum 10.000$ í verðlaunafé.
Annar varð Íslandsvinurinn David Knight og Mika Ahola varð þriðji. Allir í 3 eftu sætunum óku 2-stroke hjólum. Eknir voru 55 hringir sem samanstóðu af hindrunum eins og trjádrumbum, grjót og vatnsbeltum, leðju, sandi, og þröngum teknískum begjum.
Gamla ljónið Paul Edmundson lét þau orð falla að hann hefði aldrei á æfinni keppt með eins mörgum snarvitlausum ökumönnum og í þessari keppni. “ Ég get auðvitað ekki gert lítið úr ákafanum hjá Bandarísku keppendunum, þeir óttuðust bara ekki eina einustu hindrun í brautinni. Allir keppendur í úrslitunum gáfu 100% í þetta og það varð til þess að þetta var frábær keppni. “
Staðan
1. Ryan Hughes, USA, Honda
2. David Knight, GBR, KTM
3. Mika Ahola, FIN, Husqvarna
4. Dave Pearson, USA, Kawasaki
5. Anders Eriksson, SWE, Husqvarna
6. Ty Davis, USA, Yamaha
7. Paul Edmondson, GBR, Honda

Skildu eftir svar