Balducci meistari

Fabio Balducci TM Racing SMX450F innsiglaði titilinn í Supermotard Sport  Italian Championship. Ítalska mótið er eitt það sterkasta. Keppnin fór nú ekki vel af stað hjá félögunum, en eftir að hafa verið dæmdir úr leik í fyrstu keppni fyrir að hafa mælst með 1 dB of mikinn hávaða í hjólinu og fl. þá komu þeir sterkir inn og unnu hverja keppni á fætur annari. “ Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta er minn fyrsti sigur, en maður hefur ekki mikinn tíma til að fagna því að nú þarf að klára heimsmeistaramótið sem er rétt hálfnað“ sagði Balducci. Staðan: 1. Fabio Balducci (TM)  2040 stig (Ítalíumeistari); 2. Simone Girolami (Honda) 1747 stig ; 3. Massimiliano Verderosa (Honda) 1640 stig.

Skildu eftir svar