Ævintýra hjólaferð til Bretlands

Helgina 5. – 7.og 18. – 21. nóvember stendur KTM Ísland og KTM Adventure Tours UK fyrir ferð til Bretlands í hjólabúðir hjá KTM Adventure Tours við Plymouth.
Flogið verður út fimmtudaginn 4. og 18. nóvember með seinni vél Icelandair til London, þar verður hópurinn sóttur og keyrður á Wheeldon Farm sem er rétt við Plymouth í suður Englandi..

Gist verður 3 nætur á Wheeldon Farm, glæsileg gisting, inni sundlaug ofl.
Á farminum er 4000 fm innanhús MX æfingabraut. Dagskráin er ca. 7-8 í hjólatúr um sveitina á föstudag og 7-8 í æfingar innanhús og svo skiptast hóparnir á laugardag. Sunnudags morgun frá 10 – 14 er allur hópurinn saman inni.
Flogið er heim frá London með Icelandair með seinni vélinni á sunnudag 7. og 21. nóvember.
Heildarpakkinn með flugi + rútu + gisting + matur + hjól ++++ er ca. 90.000,-
Flug með „Netsmell Icelandair“ 20.000,- + 70.000,- fyrir hjól, gistingu, mat og rútuferðir.
Menn bóka sjálfir flug eftir að hafa fengið staðfestingu á ferðinni.
Aðeins eru 14 sæti laus í þessa ferð og er búgarðurinn eingöngu bókaður fyrir KTM Ísland þessa helgi.
Þetta er ekki keppnisferð, þetta er létt skemmtiferð og kjörin ferð til að prófa eitthvað nýtt og spennandi.
Fararstjórar verða Einar Sigurðarson og Karl Gunnlaugsson.Einar mun sjá um innanhús pakkann og verða mönnum til aðstoðar með ráð og tækni.
Kalli mun sjá um Enduro ferðirnar um sveitina.
Fyrstir koma, fyrstir fá. aðeins 14 komast með.
Bóka þarf fyrir 5. október.
Skoðið: www.ktmadventuretours.co.uk
Allar nánari upplýsingar hjá:
Karl Gunnlaugsson kg@ktm.is S: 893-2098 & 586-2800
Einar Sigurðarson einar@ktm.is S: 577-7080


Skildu eftir svar