Vefmyndavél

David Knight Bretlandsmeistari í Enduro

Íslandsvinurinn Knight á KTM 525 innsiglaði titilinn með því að vinna þriðju umferðina í Breska enduroinu, þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Hann hefur þá unnið allar keppnirnar í ár. Paul Edmundson á Hondu varð annar í þriðju umferðinni og Juan Knight á GasGas 300 varð þriðji, en fjórði var svo annar íslandsvinur Edward Jones á KTM 250. Þrátt fyrir sigurinn tók Knight enga áhættu og undibýr sig nú fyrir Six days Enduroið sem haldið verður um miðjan september í Póllandi. Lokaumferðin í Breska enduroinu verður svo í október.

Leave a Reply