Motocross námskeið fyrir stelpur

Á mánudaginn 16. ágúst fer námskeiðið í motocrossi fyrir stelpur/konur af stað. Það er hún Johanna Mattsson sem kemur frá Svíþjóð til að kenna okkur. Hún er ein af fremstu konum í motocrossi í Svíðþjóð og hefur örugglega eitthvað fram að færa. Nú þegar eru 10 stelpur/konur skráðar en ég veit að það eru fleiri sem eiga eftir að skrá sig. Nú er málið að taka upp símann og hringja í Teddu í Nítró 557-4848/896-1318 og skrá sig. Námskeiðið kostar 5.000 fyrir 3 kvöld 16. ágúst, 17. ágúst og 19. ágúst frá 19.00 – 21.00. Á mánudaginn kemur tilkynning á motocross.is og nitro.is um hvar námskeiðið verður haldið, en það eru væntanlega 2 brautir sem koma til greina, Álfsnesið og Sólbrekka. Námskeiðið er fyrir allar stelpur/konur, jafnt byrjendur sem lengra komnar. Námskeiðið er líka frábær vettvangur fyrir okkur til að hittast og kynnast hver annarri. kv. Tedda

Skildu eftir svar