Íslandsmótið í enduro

Um helgina hófst íslandsmótið í Enduro, því miður voru keppnishaldarar og keppendur óheppnir með veður en því er auðvitað ekkert við að gera. Þó nokkrir hnökrar voru á keppnishaldinu varðandi hvenær og hvernig refsingum ætti að beita ef menn þóttu vera brotlegir. Vonandi eru þetta mannlegir byrjunarörðuleikar sem keppnishaldarar geta bætt fyrir næsta mót. Einnig stóðum við keppendur og þ.m.t undirritaður sjálfa okkur að fáránlegum ákvörðunum eins og að senda menn á móti umferð inní pitti aðrir skiptu um gleraugu út í braut o.s.f.r.v.

Við hin sem tökum þátt, mætum á mótsstað og keyrum í brautinni finnst oft eðlilegt að allt sé 100% og klappað og klárt, enn við megum ekki gleyma að þarna eru fullt af fólki að vinna að keppnishaldinu í sjálfboðavinnu svo að við hin getum keppt. Þannig skulum við öll halda þessu á góðu nótunum. Gera skriflegar ígrundaðar athugasemdir við mótshaldara ef okkur finnst eitthvað mega betur fara. Þannig fáum við á endanum betra og skilvirkara mót. Vonandi sjáumst við öll hress og kát á Akureyri næstu helgi. PS. Við megum ekki gleyma aðal atriðinu sem er að við erum að þessu til að hafa gaman, verði það undir þá mun keppnishaldið hnigna með tímanum.

Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar