Opnunarhátíð Nítró

Kæri hjólamaður/kona, við viljum bjóða þér og þínum í partý til okkar í tilefni opnunar verslunarinnar Nítró laugardaginn 20. desember nk. kl. 14:00 – 18:00 að Járnhálsi 2, 110 Rvk.

Erum búin að fá nýju Kawasaki KX- seríuna í hús og er þar á meðal hið eftirsótta KX250F ásamt Kawasaki Sport Z1000, sem er stórglæsilegt hjól. Eigum von á fleiri götuhjólum eftir áramót, þ.a.m. stolt Kawasaki, Vulcan 2000 og hið hrikalega Ninja ZX10 (rúmlega hestafl á kíló).

Einnig sýnum við Kawasaki KFX400 sport fjórhjól og KVF360 4×4 fjórhjól ásamt 3 Husaberg hjólum. Aðrar vörur s.s. götuhjóla- og torfærufatnaður og aukahlutir eru á leiðinni en ekki er víst að þær verði komnar fyrir opnunarpartý.

Erum komin með umboð fyrir Rieju skellinöðrur sem allir unglingar verða að eignast. Skoðið heimasíðu Rieju: riejumoto.com. Hjólin koma til landsins milli jóla og nýárs.

Stefnt er að því að vera með sölu á notuðum hjólum í sýningarsal á neðri hæð verslunarinnar. Unnið er að því að setja upp verkstæði, þar sem við komum til með að þjónusta okkar viðskiptamenn ásamt öllum öðrum, sem vilja góða þjónustu og gott verð.

Við hvetjum alla hjólaunnendur til að mæta og fagna þessum merka áfanga með okkur. Kær kveðja, Haukur og Tedda

Skildu eftir svar