VÍF – Nýtt félag

Á haustdögum var stofnaður í Fjarðabyggð vélhjólaíþróttaklúbbur VÍF. Unnið er að því með bæjaryfirvöldum að finna svæði þar sem leggja má braut og hafa tveir verktakar á Eskifirði, Bragasynir EHF og Kranabíll.is boðið klúbbnum vinnu við gerð brautarinnar að verðmæti 1.000.000.- kr.

Sjá heimasíðu þeirra www.kranabill.is og hafa þeir að undanförnu kynnt sér brautir á höfuðborgarsvæðinu. Allar upplýsingar um brautir og brautargerð eru vel þegnar á netfangið bragasynir@simnet.is. Vonumst til að sjá sem flesta fyrir austan næsta sumar. kveðja Vélhjólaíþróttaklúbburinn Í Fjarðabyggð

Skildu eftir svar