Eitthvað fyrir hjólamenn á Menningarnótt

Baldur Björnsson mun framkvæma gjörning í höggmyndagarði Listasafns Einars Jónssonar á Skólavörðuholti. Gjörningur kallast „Performance“. Gjörningurinn er samansuða af nokkrum atriðum sem listamaðurinn mun hefja flutning á kl. 21:30. Til þess að gjörningur geti með sanni kallast „Performance“ þá verður eitt af aðalatriðum gjörningsins, gangsetning Husabergs 550 þar sem kraftur vélarinnar mun óma um öll Þingholtin. Áætluð gangsetning þessa „high performance“ hjóls verður kl. 21:45.

Þar sem Baldur Björnsson „thunder“ mun sjálfur sjá um gangsetningu þessa „beast’s“ undir andlegri leiðsögn Sveins Markússonar þá verður forvitnilegt að sjá þessa tvo, Baldur annarsvegar reyna að setja hjólið í gang og Svein reyna að gefa frá sér andlega leiðsögn. Kl. 21:30, fyrir þá sem eru á svæðinu, þá missið ekki af þessu.

Skildu eftir svar