ágúst 2003

30.08.03 …Að þetta sé það nýjasta til að öðlast góða tilfinningu fyrir brautinni….

29.08.03 …að árshátíð VÍK verði haldin 11. október.

…að haldið verði upp á 25 ára klúbbsins sama kvöld.

…að rétt sé að bóka þennan dag strax.

…að þetta verði flottasta árshátíðin hingað til.

26.08.03 …að ekki er vitað hvort Reynir var að  skrifa undir sjálfsskuldarábyrgð eða nýjan samning við Team Suzuki.

25.08.03 …að það sé allur vindur úr íslenskum hjólamönnum eftir helgina.

…að Svíarnir tóku okkar menn í kennslustund í motocrossi.

…að sumir séu enn í sjokki eftir að hafa uppgvötað hvað þeir eiga langt í land með að verða góðir ökumenn.

19.08.03 …að undanfarið hafa margir verið að prufa GasGas FSE 450.

…að allir eru tíst af ánægju og sagt hjólið höndla frábærlega og virka mjög létt í akstri.

19.08.03 …að Reynir Jónsson sé kominn í leyfi frá næstu keppni vegna meiðsla.

…að Dirt Bike Rider ætli að ráða til sín tvo íslendinga til að reynsluaka glænýju fjórgengishjóli.

…að hjólið sé gult og heiti Suzuki RMZ 250

…að Reynir Jónsson eigi ónotaðan FOX galla í gulum lit.

16.08.03 …að í Eyjum sé motocrossbraut tilbúin til keppni.

…að það taki aðeins 10 mínútur að fá leyfi fyrir keppni í Eyjum.

…að það kosti ekki krónu að gera brautina klára fyrir keppni og meðan keppni stendur.

13.08.03 …að eftir að síminn kom í sveitirnar hefur ekki verið þörf á öllum þessum sýslumannsembættum.

…að Mississipi var þekkt í gamla daga fyrir fordóma og illa meðferð á minnihlutahópum.

Skildu eftir svar