Starfsmenn í Pitt

Í fjórðu umferð íslandsmótsins í enduro kom mjög skýrt fram nauðsyn þess að starfsmenn séu þjálfaðir og viti nákvæmlega hvað þeir eigi að gera.

Vefurinn hafði samband við Torfa Hjálmarsson, starfsmann Suzuki liðsins og fékk hann til að tjá sig um ástæður þess að Valdimar lagði af stað í fimmta hring með sprungið að aftan.

Sagði hann að um leið og Valdimar kom í pitt með sprungið dekk hafi starfsmenn „panikað“.  Valdi var í fjórða sæti og mjög æstur.  Öskraði á þá að herða á dekkjastoppurunum.  Meðan Torfi var að þessu þá tók annar starfsmaður sig til og losaði dekk af öðru hjóli.  Torfi vissi ekki af þessu og áður en þeir vissu þá taldi Valdi þetta vera orðið nóg og þaut af stað.  Um leið og hann lagði af stað þá áttuðu Torfi og Tóti sig á því að þeir voru komnir með annað dekk næstum tilbúið og það þyrfti ekki nema eina til tvær mínútur til að setja nýtt dekk undir.  Hlupu þeir öskrandi yfir pittinn og reyndu að komast í veg fyrir Valda en tókst ekki.

Til stóð að skipta um eftir hringinn en Valdi var orðinn of æstur og neitaði með öllu að stoppa í pittinu.

Eftir keppnina þá bölvuðu Suzuki menn sjálfumn sér.  Þeir hefðu getað verið með dekk tilbúin fyrir flest hjólanna og búnir að skilgreina hlutverk hvers starfsmanns þannig að menn séu ekki að þvælast fyrir hvor öðrum.

Er reynsla þeirra ágætis dæmisaga fyrir aðra pitt starfsmenn.  Suzuki menn ætla sér að halda nokkra fundi á næstunni og skipuleggja og æfa viðbrögð.  Spurning hvort fleiri nýti sér ekki þessa reynslu og geri slíkt hið sama.

Skildu eftir svar