Vefmyndavél

5th edition KTM ferðin

Verslunin MOTO mun standa fyrir sinni fimmtu KTM ferð og gengur hún undir nafninu 5th edition KTM ferðin 2003.  Ferðin verður farin 11 júlí og mun hún standa yfir í þrjá daga

5th edition KTM Ferðin 2003

fimmta KTM ferðin verður farinn dagana 11.- 13. Júlí.

Ferðin er eingöngu fyrir KTM mótorhjól og eru allir vanir og óvanir velkomnir.

Á föstudagsmorgunin verður haldið af stað hjólandi frá Reykjavík og haldið í Hólaskóg þar sem gist verður. Fararstjóri á föstudag verður Karl Gunnlaugsson.

Þeir sem kjósa að mæta á bíl með kerru geta mætt hvort heldur sem er á föstudagskvöld eða fyrir kl: 10:00 á laugardagsmorgun.

Laugardagurinn er svo stóri dagurinn með ævintýraferð um bestu slóða landsins og endað á a´la Katoom grillveislu sem á sér enga líka.

Fararstjórar laugardagssins verða Einar Sigurðarson og Karl Gunnlaugsson.

Sunnudagurinn er svo nokkuð frjáls, mestu hetjurnar hjóla í bæinn meðan aðrir velja kerruna og þjóðveginn.

Hér á eftir fylgir svo verð og dagskrá ferðarinnar, njótið vel.

Verð:

Föstudag og Laugardag = gisting 2 nætur m/öllu 9.999,-

Laugardag = gisting 1 nótt m/ öllu 6.999,-

Innifalið í verði er gisting í svefnpokaplássi, trússbíl sem flytur bensín og vistir, morgunmatur, kvölmatur “grillið”, 5th edition KTM peysa og nesti í laugardagstúrnum Coke, KitKat og Sómasamlokur.

ATH:

Þeir sem vilja hafa með sér bjór, rautt, hvítt eða sterkt er það að sjálfsögðu velkomið, Siggi Gröndal staðarhaldari á líka yfirleitt eitthvað til ef bjarga þarf.

Þeir sem eru með sérstakar sérþarfir þurfa að leysa það sjálfir.

11. Júlí.

kl: 10:00

mæting við Grafarholt heima hjá Einari, þar tekur sendibíll við 1x bensínbrúsa og farangri.

kl: 10:45

lagt af stað í ferðina, stefnan tekin á Geysir og þaðan í Hólaskóg.

kl: 18:30

mæting í Hólaskóg eftir langan og erfiðan hjóladag.

Grillaður kjúklingur, hrísgrjón og salat.

Gisting um nóttina.

12. Júlí.

kl: 8:30 – 9:30

morgunmatur = brauð, salat, ostur, smjör, hrökkbrauð, bananar, epli og appelsínur.

kl: 10:30

lagt af stað í dagsferð, stefnan tekin á Landmannalaugar þar sem verður bensínstopp og Coke, KitKat og Sóma samlokur. Haldið áfram um nyrðra fjallabak, ofl.

kl: 18:300 – 19:00

Áætluð koma í Hólaskóg, sturtað af sér rykið og því sturtað niður.

Grill a´la Katoom

Fjallakryddað Lambalæri m/hvítlauk, bakaðar kartöflur, salat og töfrasósur.

Söngur og gleði.

13. Júlí.

kl: 9:00 – 10:00

morgunmatur, þynka ofl.

kl: 11:00

menn fara að halda heim á leið, hjólandi eða á kerrum.

Minnispunktar:

Hjól:

Skipta um olíu

Þrífa loftsíu

Herða teina

Góð dekk og þykkar slöngur, ath. loft 15 psi.

Strekkja og yfirfara keðju og tannhjól.

Skoða vel keðjusleða og yfirfara.

Skoða kerti og taka 1x með auka

Galli og búnaður:

Auka gler í gleraugu

Auka hanska.

Auka hjóla sokka.

Gott að hafa með eldús eða klósettrúllu

Verkfæri:

KTM verkfærasettið.

Auka kerti, allgjört skilyrði þar sem farið verður yfir ár.

Pumpa

Bætur

Felgujárn

Keðjulás

Gott er fyrir vini og félaga að koma sér saman um felgujárn, bætur og pumpu.

Nánari upplýsingar:

KTM Ísland

S: 586-2800

Karl Gunnlaugsson

S: 893-2098

Einar Sigurðarson

S:

Leave a Reply