X-Moto, Hjóladagur

Eftirfarandi fréttatilkynning var að berast vefnum frá versluninni Moto.

„Jæja þá er stjórnin búinn að skila af sér keppnisdagatalinu fyrir 2003 og er það gott mál. Breytingar eru litlar og ágætt að þetta fari að festast á sömu helgar ársins. Uppi var hugmynd um fyrstu Enduro keppni ársins 10. maí en vegna Alþingiskosninga þann daginn var víst fallið frá honum. Ég skora hinsvegar á hjólamenn og konur að fjölmenna á hjóladag Verslunarinnar MOTO laugardaginn 10. maí. kl:11:00 við Húsmúla. Farinn verður hringur um Hengil svæðið og boðið í grill mitt alles í hádeginu. Gleðilegt keppnis og ferða ár og fulla ferð og engar bremsur. Festið daginn í minnisbókina. X – Moto á kosningadag. Kveðja, Katoom“

Skildu eftir svar