Vefmyndavél

Skóli – Svíþjóð

Öllum funheitum íslenskum hjólamönnum er boðið í cross og enduro skóla í Svíþjóð.  Gert er ráð fyrir að fara 4 apríl og koma aftur 20 apríl.  Munu þeir elta Martin Dygdt um nokkrar vel valdar motocross brautir.  Að lokum verður síðan endað á tveggja daga enduro námskeiði hjá Anders Erikson sem er margfaldur enduro meistari.  Verður stefnan tekin á að hjóla sig rænulausan.
Allir munu senda eigin hjól út í gámi og sameinast um bílaleigu-bíla.  Búið er að útvega gistingu fyrir alla.
Nauðsynlegt er að greiða staðfestingagjald fyrir áramót en markmiðið er að halda kostnaðinum í lágmarki og ánægjunni í hámarki.  Þeir sem hafa áhuga eru því hvattir til að hafa samband við Einar Sigurðsson í 577-7080.

Leave a Reply