Tilkynning frá ÍSÍ um tryggingamál

ÍSÍ sendi um daginn frá sér upplýsingar um breytingar á tryggingamálum er varða aðildarfélög þess, þ.á.m. VÍK. Þar sem VÍK er aðildarfélag ÍSÍ njóta félagsmenn þess, meðan á æfingum stendur – til undirbúnings eða vegna keppni í íþróttagreininni – eru ELDRI en 16 ára og undir leiðsögn þjálfara – sem áhugamenn (án launa) og EKKI sérstök æfing fyrir 30 ára og eldri („Old boys“ æfingar) – þeirra slysatrygginga sem kveðið er á um í lögum. Tryggingarnar taka þátt í læknis- og sjúkraþjálfunarkostnaði ásamt tekjumissi ef veikindi valda a.m.k. 10 daga vinnutapi. Ríkissjóður úthlutar ákveðnu fjármagni til bóta ár hvert sem ÍSÍ greiðir úr, svo langt sem það dugar út árið.
Allir hjólamenn eru eindregið hvattir til að lesa þessa tilkynningu – spjaldanna á milli. Stjórn VÍK
Bls1
Bls2,
Bls3,
Bls4

Skildu eftir svar