Stofnfundur VÍS

Í næstu viku mun verða haldinn stofnfundur Vélhjóla íþróttafélags Suðurnesja. Fundarstaður liggur ekki alveg fyrir, en stefnt er að miðvikudagskvöldinu 20. nóvember. Vefurinn leggur áherslu á að „Broadstreet“ er eitt af betri hjólasvæðum sem völ er á. Í rigningu verður brautin ekki eitt drullusvað og því nothæf, svo gott sem allan ársins hring. Vefurinn hvetur því alla til, að taka frá lítinn hluta af þessu miðvikudagskvöldi, til að standa með Suðurnesjabúum og aðstoða þá við að stofna sitt félag.

Skildu eftir svar