Stofnfundur VÍR

Viljum við þakka sýndan stuðning og góða mætingu á stofnfundinn, um 20 manns mættu og fengum við digga aðstoð góðra manna við stofnun félagsins sem við þökkum kærlega fyrir, þetta eru þeir heiðursmenn, Aron Reynisson form. A.Í.H. og Hákon O.Ásgeirsson form. V.Í.K. Sérstakar þakkir fær Aron Reynis, fyrir diggan stuðning og öflun gagna til stofnunar félagsins. Einnig viljum við þakka Ómari jónssyni, faðir Arons Pastrana, diggan stuðning með fundarhaldið.
Beztu þakkir til allra sem studdu okkur við stofnun þessa félags. Stjórn V.Í.R.

FUNDARGERÐ:

Stofnfundur V.Í.R (Vélhjóla íþróttafélag Reykjaness.)

Fundurinn var haldinn í húsakynnum Í.S.Í í Rvk.Miðvikudaginn 20-nóv-2002. Kl.20,00

Til fundarins var boðað af nokkrum áhugamönnum og konum um stofnun félagsins.

Á fundinn voru mættir 18 manns.

Fyrir fundinn lá frammi listi yfir 30 manns sem höfðu skráð sig á netinu í væntanlegt félag.

Borin var fram tillaga um  formann Elínu Gylfadóttir Reykjanesbæ og var hún samþykkt samhljóða.

Tillaga um fjóra meðstjórnendur sem eru :

Nikulás Sigurður Óskarsson Hafnarfj.

Aron Ómarsson Grindav.

Hörður Þór Guðjónsson Grindav.

Jörgen Eiríksson Reykjanesb.

Og voru þeir einróma samþykktir.

Þá var samþykkt tillaga um félagsgjöld og voru þau ákveðin 500 kr. á ári.

Stærsta verkefni framundan er að vinna að æfinga aðstöðu fyrir félagsmenn og verður fljótlega sennt inn beiðni til Bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að fá æfingasvæðið við Broad street til notkunar.

Fyrir liggur að V.Í.K. mun styrkja félagið með því að greiða tryggingar fyrir væntanlegt brautarstæði.

Nýkjörinni stjórn var falið að skrá félagið og sækja um kennitölu hjá hagstofunni.

Stjórnin mun boða til félagsfundar um leið og mál fara að skýrast með æfingasvæðið.

Fleira var ekki gert og fundi slitið um kl 21,30

Fundarritari. Ómar Jónsson.

Skildu eftir svar