Félagsfundur AÍH

Vélhjóladeild AÍH (Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar) heldur sinn annan félagsfund næstkomandi þriðjudag.  Stjórn AÍH hefur ákveðið að hafa þessa fundir mánaðarlega í allan vetur.
Efni fundarins verður;
– Íslandsmótið í íscrossi.
– Keppnisreglur í íscrossi.
– Kynning og kennsla á; íscross dekkjum, stillingum, breytingum og aukahlutum tengdum íscrossi í boði Heimis Barðassonar og Þorgeirs Ólasonar.
– Vörukynning frá Versluninni Moto.
– Íslenskt íscross vídeóefni.
Félagsfundurinn verður á „nýja“ Bókasafni Hafnarfjarðar (við hliðina á Súfistanum) og hefst hann stundvíslega klukkan 20.  Húsinu verður læst klukkan 20 og þeir sem koma einni mínútu of seint munu ekki komast inn.  Fundinum lýkur kl. 22.
Allir eru velkomnir.

Skildu eftir svar