Nýr fréttavefur

Vélhjól&Sleðar hafa opnað nýjan fréttavef á vefsíðu sinni.  Sú flóra sem blómstrar nú á internetinu fyrir hjólamenn verður alltaf meiri, fallegri og betri, öllum til góða.  Það eru ekki nema nokkrar „vikur“ síðan hjólamenn áttu erfitt með að nálgast upplýsingar um hvað væri að gerast en úr því hefur verið bætt stórlega og búast má við enn frekari þróun á því sviði.
Hér kemur tilvitnun í opnunarfrétt hins nýja fréttavefs:
„Er það von okkar að þetta nýja og fullkomna kerfi bæti enn frekar þjónustuna við ykkur vefverja og viðskiptavini Vélhjóls og sleða, Kawasaki.   Kerfið verður opnað núna en verður í þróun og íslenskun næstu vikurnar þangað til endanlegu útliti og uppsetningu er náð.“  Sjá fréttavefinn.

Skildu eftir svar