Keppni í Þorlákshöfn

Steingrímur í bensínvandamálum.  06.05.01
Steingrímur Leifsson #6 var með 12 lítra tank á hjólinu en í miðjum fjórða hring varð hjólið bensínlaust honum til mikillar furðu.  Var hann þá í 6 sæti.  Þegar búið var að koma bensíni á hjólið hóf hann keppnina aftur í 54 sæti og náði að vinna sig upp í 50 sæti undir lokin.

Lélegt skyggni og kærur.  06.05.01
Þoka og suddi einkenndi keppnisdaginn.   Skyggni var einstaklega lélegt og ákvað keppnisstjórn að láta allar kærur falla niður á þeim forsendum að ekki var hægt að greina hliðin.  Járn fleygarnir blotnuðu og menn spóluðu síðan sandi yfir.  Af þessu leiddi að erfitt var að sjá fleygana.  Nokkrir keppendur kvörtuðu hástöfum yfir því að hafa keyrt utan í eða yfir fleygana og verið í stór hættu.  Hjörtur tók sig til og fleygði þeim öllum í ruslagáminn.  Verða þeir ekki notaðir aftur.

„Meint“ Viðbeinsbrot.  06.05.01
Kjartan Kjartansson #53 á GasGas 300 varð fyrir því óláni að brjóta viðbeinið á fimmta hring.  Kom hann keyrandi inn í pitt, lítið ánægður.  Að sögn var hann á stóru siglingunni í fimmta gír og keyrði á stein sem hann sá ekki.

Þrír efstu.  06.05.01
Einar Sigurðsson sigraði í endúró keppninni í Þorlákshöfn, 25 sekúndum á undan Viggó Viggósson.  Þriðji maður var síðan Ragnar Ingi Stefánsson, 52 sekúndum á eftir Einari.  Þessir þrír voru í algjörum sérflokki þar sem tæpar sjö mínútur voru í fjórða mann.

Keppnisdagur. 05.05.01

Keppendur þurfa að vera mættir fyrir klukkan 10.  Smá breytingar hafa verið gerðar á lista keppenda í B flokki.  #85 og #148 hættu við en keppendafjöldi verður sá sami þar sem láðist að skrá inn keppendur #111 og #180.

Akstur bannaður.  04.05.01
Nokkrir menn hafa verið að keyra á gömlu brautinni við Sandfell í þrengslum.  Landeigandi hefur bannaður allan akstur á þessu svæði.

Vit kemst í DV á laugardaginn. 03.05.01
Aukablaðið um enduró sem áttu að koma út í gær kemur út á laugardaginn. Ekki klikka á að kaupa helgar DV.

Sérblað um endúró í DV,  “ NOT „.  02.05.01
Eitthvað faldi DV vel sérblaðið sem átti að koma út með DV í dag um endúró.  Allavega þá fannst það ekki en í staðinn kom sérblað um sumarbústaði.  Spurningin er síðan hvort það muni koma „næsta“ miðvikudag.  Gera má ráð fyrir að margur hafi orðið fyrir vonbrigðum eftir að hafa gert sér erindi á næsta afgreiðslustað.

Rásröð keppenda er komin. 02.05.01
Einhver Florida skjálfti var í talningarmönnum og við endurtalningu kom í ljós að 97 keppendur eru skráðir til keppni en ekki 98.  Rásröð keppenda hefur verið ákvörðuð ásamt liðunum og er hún undir „Dagatal og úrslit“ hér til hliðar eða með því að velja „hér„.

Búið að leggja brautina í Þorlákshöfn.  02.05.01
Brautin í Þorlákshöfn var lögð 1. mai. Það voru vaskir menn úr Yamahaliðinu sem fóru í kröfugöngu í Þorlákshöfn og kröfðust þeir „braut fyrir Yamaha“.  Fyrirbragðið var lögð sérstök Yamaha-braut með þrem beyjum fyrir Suzuki.