Gagnrýni á VÍK

Mikið „mis-illa launað“ starf hefur verið unnið í gegnum árin af þeim aðilum sem staðið hafa í innflutningi og verslun með mótorhjólavörur.  Þessir aðilar eru og hafa verið stólpar þeirrar menningar sem við búum nú við.  Hjólamenn eru ekki margir og samkeppnin um okkur er hörð en hefur verið eins sanngjörn og frekast er unnt.  Það er grundvallaratriði að þau félagasamtök sem starfa í tengslum við þennan iðnað haldi sér hlutlausum og hygli aldrei neinum umfram aðra.  Það er því ekki að undra að harðorð gagnrýni berist vefnum.

Þegar menn komu heim úr helgarfríi kom í ljós að um helgina hafði Karl Gunnlaugsson keypt V.Í.K. Sem sagt: Ef maður ætlar að keppa í V.Í.K. keppni á að mæta til Kalla.
Það hlýtur einhvers staðar að vera einhver tenging, eitthvað er að í sportinu . Áhugamennska og bissiness eiga góða samleið. En! Þá borga menn og auglýsa keppnina á sínum vegum. Opinberlega. Greiddir félagar í VÍK voru ekki að kaupa aðgang að Karli Gunnlaugssyni eða hans bissness þegar þeir greiddu félagsgjöldin til VÍK og MSÍ.  Félagið stendur fyrir áhugamennsku um torfæruhjól. EKKI Dónaskap. Ef þetta hefur breyst nýverið, óska ég eftir auka aðalfundi í félaginu þar sem stefnuskrá og lög V.Í.K. verða endurskoðuð.
Yfirgang og siðleysi má auðveldlega afsaka einu sinni, jafnvel tvisvar. Einhversstaðar verður samt að stoppa.
Virðingarfyllst:
Steini Tótu, Félagi í VÍK.

Þetta kemur mér verulega á óvart og er algjört rugl.  Svona skráning á aldrei að eiga sér stað.  Afhverju er ekki notast við ÍSÍ húsnæðið eins og hefur verið undanfarið.
Ég hef tekið á móti skráningum nýrra félaga í VÍK, selt miða á árshátiðirnar en að sjálfsögðu hafa hinar verslanirnar gert slíkt hið sama.
Mér finnst óeðlilegt í frjálsum félagasamtökum að skráningin eigi sér stað í einni ákveðinni verslun.
Jón Magg, Félagi í VÍK.

Skildu eftir svar