Svar frá VÍK

Bréf hefur borist frá Magnúsi Þór, formanni VÍK þar sem hann skýrir út ástæður og aðdraganda þess að skráning eigi sér stað í versluninni Moto.

Málsatvik eru þau að allir salir í ÍSÍ voru uppteknir alla vikuna þar sem lokað verður á kvöldin frá og með 1. júní og öll íþróttafélögin eru að gera upp veturinn með fundarhaldi.  Nú voru góð ráð dýr og þurfti að finna stað fyrir skráningu sem fyrst.  Ég reyndi fyrst að ná í Steina en hann var ekki við.  Þá hringdi ég í Einar og hann bauð mér að vera með skráninguna í Moto.  Ég þakkaði fyrir það og fannst það fín lausn á málinu.  Ég átti ekki von á að menn væru svo heitir útaf þessu.  En þar sem að nokkrar keppnir eru eftir í sumar og lokað hjá ÍSÍ á kvöldin þá er alveg sjálfsagt að hafa næstu skráningu í JHM sport eða Vélhjól og sleðum.
Magnús Þór Sveinsson, Formaður VÍK

Skildu eftir svar