Vefmyndavél

Bolaalda er lokuð vegna bleytu.

Bolaalda

Eftir rigninguna er allt á floti í Bolaöldu. Þess vegna eru brautirnar lokaðar að svo stöddu. Við látum ykkur vita þegar þetta er komið í betra stand.

Eftir tæpar tvær vikur er svo tvöföld keppnishelgi hjá okkur. Þá er motocross á laugardeginum og enduro á sunnudeginum. Við vorum með enduro-skemmtikeppni um helgina og við stefnum á að ná motocross-skemmtikeppni með start + tveir hringir fyrirkomulagi fyrir Íslandsmótið.

Drulluskemmtileg Skemmtikeppni. Úrslit ofl.

Í dag skelltum við í Skemmtikeppni í Bolaöldunni. Meiningin var að hafa hana í góðu veðri, EN, við búum á Íslandi, þannig að við létum bara vaða.

Þeir sem mættu fengu geggjað drullureis og í verðlaun var Prins Póló að viðbættu Coca Cola fyrir sigurvegana. Því miður gleymdust verðlaunapeningarnir (reyndar gleymdi The Punisher þeim viljandi sem ein af refsingum dagsins) , því verður reddað.

Fystu þrjú sætin:

  1. Atli og Ragnar
  2. Oddur og Jóhann
  3. Heiðar og Þorgeir

Hér er tengill á tíma og hringi.

TVIMENN-EXTENDED

Án þess að dregið sé úr neinum, sem stóðu að þessari keppni. þá stóð einn úppúr í hlutverki sínu og hann tók það MJÖG alvarlega. Enda hræddust keppendur hann, enda skelfilegar refsingar sem hann fann uppá. Burpees, magafettur, hnébeygjur, húllað, söngur og fjölskylduhnébeygjur. Reyndar fengust verðlaun fyrir söng og fjölskylduhnébeygjur.

13912781_1057125494341235_1784451152106792556_n

THE PUNISHER

Fjölluhnébeygjur

Fjölluhnébeygjur

13876653_1057125307674587_4835570201087501363_n

KÆRU FÉLAGAR!!!!!! Við látum vaða.

Þar sem veðrið er gott núna og veðurguðirnir virðast ætla að hafa hægt um sig fram til kl 1500 þá er ekkert annað í boði en að leika sér.

Sjáumst kl 1200

Þar sem veðurspáin er að rugla aðeins í okkur viljum við biðja ykkur um að fylgjast VEL með síðunum okkar í fyrramálið (Sunnudag) við viljum alls ekki boða óvana og Ekki keppnisfólk í skemmtun sem gæti boðið uppá flughála og erfiða braut.

Kveðja Rugludallarnir. Óli, Keli og Guggi.

Skemmtikeppni – undirbúningur

Í kvöld kl. 18:30 ætla nokkrir galvaskir menn að mæta upp í Bolaöldu að fara yfir slóðana fyrir keppnina á sunnudaginn. Hjóla slóðana, sparka í steina (grjót í fleirtölu, ekki sérnafn), segja hetjusögur og aðallega komast út af heimilinu.

Ef þú hefur áhuga á að sjá brautina fyrir sunnudaginn, jafnvel sjá slóðana í fyrsta skiptið skaltu endilega mæta með hjólið/á hjólinu og leggja þeim hjálparhönd. Markmiðið er að sjá til þess að brautin sé örugg og skemmtileg yfirferðar í keppninni.

Ef þig langar, en þú þekkir engan, þá mætirðu bara á þessum tíma og segir hæ. 🙂

Skemmti-enduro-keppni – Sunnudaginn 14. ágúst – Bolaalda

Kæru hjólarar, á sunnudaginn n.k. ætla nokkrir reynsluboltar og VÍK-verjar að skella í eina skemmtikeppni handa okkur. Þetta verður enduro-keppni þar sem keppt verður í tveggja einstaklinga liðum og keyrður verður stuttur hringur. Það eru engir flokkar heldur verða sett upp tveggja einstaklinga lið þar sem vanur ökumaður keyrir með óvönum.

12:00 – Mæting og skráning í húsinu í Bolaöldu.

13:00 – Keppni hefst.

14:30 – Keppni lýkur

15:15 – Mótókross

15:50 – ÓL: Samantekt

16:25 – Saga af strák About a boy

16:50 – ÓL: Fimleikar

18:50 – Táknmálsfréttir

3.000 kr. þátttökugjald verður í keppnina sem greiðist við skráningu. Þú þarft engan tímatökusendi. Þú þarft bara að mæta með hjólið og annað hvort góða skapið eða keppnisskapið. Þetta er samt aðallega staður fyrir góða skapið.

Þetta er svo sannarlega staður til þess að prófa að vera í keppni þannig að ég mæli með því að þú grípir tækifærið ef þig hefur alltaf langað að koma nálægt keppni. Þú þarft ekki að þekkja neinn á staðnum. Þú verður dregin/n saman við einhvern og í versta falli kynnistu fólki.

Sjáumst á sunnudaginn.

 

HEYRST HEFUR:

SMÁ UPPFÆRSLA:  Samkvæmt veðurspá þá verður þessi skemmtun ekki haldin fyrr en á Sunnudag. Fylgist vel með hér á síðunni…

Pálmar lögga

NENNIÐ ÞIÐ AÐ VERA MEMM?

AÐ: TVEIR RUGLUDALLAR HAFI FENGIÐ HUGMYND.

AÐ: HUGMYNDIN SÉ AÐ SKELLA Á SKYNDI-SKEMMTI-ENDURO-SPRETTI.

AÐ: AÐ SJÁLFSÖGÐU SÉ HUGMYNDIN AÐ HALDA HANA Í BOLAÖLDU-SLÓÐUM.

AÐ: JAFNVEL GANGI HUGMYNDIN ÚTÁ AÐ HALDA ÞETTA N.K FÖSTUDAGSKVÖLD.

AÐ: FYRIRKOMULAGIÐ SÉ ÞJÓÐÞEKKT. VANUR OG ÓVANUR VERÐI VALDIR SAMAN.

AÐ: MAÐURINN MEÐ REFSIVÖNDINN VERÐI KANNSKI Á STAÐNUM. ( þessi á myndinni)

AÐ: STJÓRNENDURNIR RÁÐI ÖLLU UM ÚRSLIT OG GÆTU JAFNVEL ÚTHLUTAÐ SJÁLFUM SÉR VERÐLAUNIN.

AÐ: ÞETTA GÆTI JAFNVEL ORÐIÐ SVO GAMAN AÐ KÁRI J OG EINAR S TÆKJU ÞÁTT. ( En það er bara svona „sögur segja“ )

Væri gaman að fá viðbrögð við þessari vitleysu inná FB síðu VÍK. Eru þið með? Þetta hentar fyrir alla, konur sem kalla.

Óli G OG Keli S

PS:  Stjórnin er alveg búin að leyfa okkur!!!!!

ATH: Nánari dagskrá verður væntanlega birt hér á morgun.

 

Síða 5 af 935« Fyrsta...34567...2040...Síðasta »