Bílvíkurbikarmótið í enduro – Bolaalda 11.8.2018

Laugardaginn 11. ágúst, sem er helgina eftir verslunarmannahelgi, mun VÍK halda bikarmót í enduro í samstarfi við Bílvík. Bílvík kom að skemmtikeppni í fyrra með VÍK í Bolaöldu og verður leikurinn endurtekinn núna í ágúst.

Skráning er opin á vef MSÍ – Skráning í keppni. Ef þú hefur aldrei skráð þig áður í keppni en ætlar að mæta til leiks mælum við með að skrá þig þar inn og í keppnina fyrr enn seinna. Til þess að komast inn þarftu Íslykil eða rafræn skilríki.

Keppnisflokkarnir sem eru í boði eru þeir sömu og eru flokkaðir sem B-flokkar í Íslandsmótinu í enduro og verður einnig boðið upp á kvennaflokk. Það ættu allir að finna flokk við sitt hæfi en aðalmarkmið þessarar keppni er sú sama og akstur torfæruhjóla almennt. Að hitta hóp af fólki og hafa gaman.

Brautin verður öllum fær og verður dagskráin svona:

10:00 – 11:00 – Skoðun hjóla

11:00 – Prufuhringur

12:00 – Start – fyrri umferð (ekið í 60 mínútur)

13:00 – 14:00 – Hádegishlé – Pétur í Snæland mun standa vaktina á grillinu og grilla hamborgara fyrir keppendur!

14:00 – Start – seinni umferð (ekið í 60 mínútur)

Farið nú og rekið á eftir vininum og vinkonunni sem alltaf er að tala um að mæta til leiks en gerir það ekki. Þetta verður skemmtileg leið til þess að prófa að vera með.

Stjórn VÍK

Skildu eftir svar