Bikarmóti frestað ótímabundið vegna veðurs

Bikarmótinu sem er á keppnisdagatali MSÍ og átti að vera um helgina í Bolaöldu hefur verið frestað þar til önnur dagsetning finnst. Það hefur ekki farið framhjá neinum að veðrið hefur ekki verið með hinu besta móti hér fyrir sunnan þetta sumarið og um helgina spáir ansi duglegri rigningu. Þó að staðreyndin sé sú að menn og konur sem keyra torfæruhjól á Íslandi séu algjörir naglar, eins og sannaðist á Selfossi, þá teljum við betra að reyna að finna hentugra veðurfar fyrir svona keppni sem á bara að ganga út á skemmtunina. Íslandsmótin eru að sjálfsögðu upp á skemmtunina en þar býr meira að baki þar sem um mótaröð er að ræða. Vonandi finna sér allir viðeigandi aðstæður til þess að hjóla í um helgina. Nánar um þetta bikarmót síðar.

Stjórn VÍK

Skildu eftir svar