Vefmyndavél

Stjórn VÍK 2019

Stjórnarfundur Vélíþróttaklúbbsins fór fram í gær í húsnæði ÍSÍ í Laugardal. Mætingin á fundin var nokkuð góð og mynduðust umræður um ýmis mál er snúa að sportinu. Það sem helst ber að nefna eftir þennan fund að formaður (Gatli) hélt sýnu sæti og 3 nýjir stjórnarmeðlimir tóku sæti í stjórn. Stjórn VÍK er svo: Pétur Smárason, Daði Þór Halldórsson, Ingvar Hafberg og Jóhann Arnarson. Í varastjórn eru Guðbjartur Ægir Ágústsson og Jónatan Þór Halldórsson.

Við hjá VÍK viljum nota tækifærið og þakka fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir þeirra starf og bjóða nýjum meðlimum velkomna í hópinn.

Okkur hjá VÍK vantar hendur til þess að halda uppbyggingunni á svæðinu okkar í Bolaöldu og aðstoð við ýmis mál sem tengjast keppnishaldi og barnastarfinu. Stofnaðar voru nokkrar undirnefndir fyrir eftirfarandi mál og vantar okkur fólk sem hefur áhuga á að koma í skemmtilegt félagsstarf með okkur. Þær nefndir eru:

  1. Enduronefnd
  2. Motocrossnefnd
  3. Barnastarfsnefnd
  4. Brautarnefnd

Endilega vertu í sambandi við okkur á vik@motocross.is ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega starfi sem við sinnum.

Með bestu kveðju.

Stjórn VÍK

Aðalfundur VÍK 22 Nóvember

Aðalfundur VÍK verður haldinn í Laugardalnum fimmtudag 22 kl. 20:00. Fundurinn fer fram í sal E í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal við Engjaveg 6. Á boðstólum verður kaffi og með því. Dagskráin verður í samræmi við hefðbundin aðalfundarstörf.

Skv. lögum VÍK er stjórn félagsins kosin á hverju ári. Það á við um formann, stjórnarmenn og varamenn. Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu starfi með okkur, já eða bjóða sig fram í stjórn að mæta. Okkur vantar fólk einnig í eftirfarandi nefndir: Mx-nefnd, Enduro-nefnd, Brautanefnd, Barnastarfsnefnd. Þetta nefndarstarf er mjög góð leið til þess að komast inn í góðan og skemmtilegan hóp af fólki sem hefur gaman að því að vinna í kringum sportið og aðallega barnastarfið. Framboð eru beðin um að berst til formanns eða stjórnarmanna fyrir fundinn. Einnig er hægt að senda framboð á vik@motocross.is

Margar hendur vinna létt verk!

Endilega mætið og takið þátt.

Með bestu kveðju.

Stjórn VÍK

 

Bílvíkurbikarmótið í enduro – Bolaalda 11.8.2018

Laugardaginn 11. ágúst, sem er helgina eftir verslunarmannahelgi, mun VÍK halda bikarmót í enduro í samstarfi við Bílvík. Bílvík kom að skemmtikeppni í fyrra með VÍK í Bolaöldu og verður leikurinn endurtekinn núna í ágúst.

Skráning er opin á vef MSÍ – Skráning í keppni. Ef þú hefur aldrei skráð þig áður í keppni en ætlar að mæta til leiks mælum við með að skrá þig þar inn og í keppnina fyrr enn seinna. Til þess að komast inn þarftu Íslykil eða rafræn skilríki.

Keppnisflokkarnir sem eru í boði eru þeir sömu og eru flokkaðir sem B-flokkar í Íslandsmótinu í enduro og verður einnig boðið upp á kvennaflokk. Það ættu allir að finna flokk við sitt hæfi en aðalmarkmið þessarar keppni er sú sama og akstur torfæruhjóla almennt. Að hitta hóp af fólki og hafa gaman.

Brautin verður öllum fær og verður dagskráin svona:

10:00 – 11:00 – Skoðun hjóla

11:00 – Prufuhringur

12:00 – Start – fyrri umferð (ekið í 60 mínútur)

13:00 – 14:00 – Hádegishlé – Pétur í Snæland mun standa vaktina á grillinu og grilla hamborgara fyrir keppendur!

14:00 – Start – seinni umferð (ekið í 60 mínútur)

Farið nú og rekið á eftir vininum og vinkonunni sem alltaf er að tala um að mæta til leiks en gerir það ekki. Þetta verður skemmtileg leið til þess að prófa að vera með.

Stjórn VÍK

Bikarmóti frestað ótímabundið vegna veðurs

Bikarmótinu sem er á keppnisdagatali MSÍ og átti að vera um helgina í Bolaöldu hefur verið frestað þar til önnur dagsetning finnst. Það hefur ekki farið framhjá neinum að veðrið hefur ekki verið með hinu besta móti hér fyrir sunnan þetta sumarið og um helgina spáir ansi duglegri rigningu. Þó að staðreyndin sé sú að menn og konur sem keyra torfæruhjól á Íslandi séu algjörir naglar, eins og sannaðist á Selfossi, þá teljum við betra að reyna að finna hentugra veðurfar fyrir svona keppni sem á bara að ganga út á skemmtunina. Íslandsmótin eru að sjálfsögðu upp á skemmtunina en þar býr meira að baki þar sem um mótaröð er að ræða. Vonandi finna sér allir viðeigandi aðstæður til þess að hjóla í um helgina. Nánar um þetta bikarmót síðar.

Stjórn VÍK

Er fólk ekki að verða KLÁRT fyrir skemmtilegustu keppni 2018!

 

Skráningu á Klaustur 2018 miðar vel af stað en ennþá eru sæti laus og hvetjum við fólk til þess að rífa sig í gang og skrá sig í skemmtilegustu keppnina á árinu.
Það geta allir tekið þátt á Klaustri, hvort sem þú ert byrjandi eða vanur.

Við viljum minna alla á að fara inná (https://msisport.felog.is/) og greiða skráningargjöld, já eða greiða greiðsluseðla í heimabanka.

Allir sem taka þátt á Klaustri 2018, verða að vera skráðir í félag og það er nóg af þeim til á landinu. Tekið verður á þessu fljótlega og hvetjum við alla keppendur til þess að ganga frá þessum málum áður en skráningu líkur.

Í ár sem endranær þarf auðvitað að skoða öll hjól áður en þau fá grænt ljós á þátttöku.
Skoðun á höfuðborgarsvæðinu fer fram hjá King Karl í MOTO- Gylfaflöt 16, þriðjudaginn 22. maí, milli kl. 18:00 og 20:00.  Skoðað verður einnig hjá öðrum klúbbum á landsbyggðinni.

!! ATHUGIÐ að skoðun á Klaustri, á keppnisdegi, verður EKKI í boði eins og áður!
Einungis verður mögulegt að fá „neyðarskoðun“ fyrir þá sem hafa gilda ástæðu fyrir slíku.
Þátttakendur verða því að ganga frá sínum skoðunarmálum þriðjudaginn 22. maí, svo ekki verði eitthvað ves á keppnisdegi.  

Stjórnin

Klaustur 2018

Dags: 26.05.2018

Í dag kl. 21:00 hefst skráningin fyrir skemmtilegasta mót ársins

Gefið ykkur tíma til þess að lesa allt hér fyrir neðan!

Skráningin fer fram á nýrri og endurbættri skráningarsíðu þar sem hin var ekki alveg að standa undir álagi.
Ný og betri síða: https://msisport.felog.is/

Nýtt skráningarkerfi MSÍ – leiðbeiningar

Kerfið er smíðað og rekið af Greiðslumiðlun í samstarfi við MSÍ. Einungis er boðið upp á greiðslur með debet, kreditkortum og greiðsluseðlum í upphafi. Þeir sem óska eftir öðrum greiðsluleiðum verða að hafa samband við vik@motocross.is.

Allar skráningar eru bindandi og nú þarf að skrá liðsfélaga með kennitölu um leið og lið er skráð til keppni. Þeir sem ekki hafa liðsfélaga kláran geta skráð í tví- eða þrímenning ÁN LIÐSFÉLAGA og VÍK parar svo liðsfélaga inn í keppnina af handahófi þannig að allir geta verið með í gleðinni.

Skráningarleiðbeiningar:
1. Skráningarkerfið er á slóðinni: http://msisport.felog.is
2. Skráðu þig inn með rafrænu auðkenni eða Íslykli – forráðamaður skráir sig inn fyrir alla yngri en 18 ára.
3. Við fyrstu skráningu þarftu að skrá inn tölvupóstfang og símanúmer ÁN bils eða bandstriks og samþykkja almenna skilmála MSÍ fyrir notkun á vefnum.
Hægt er að setja inn mynd og aukaupplýsingar undir „Stillingar“ en ekki nauðsynlegt.
4. Næst ferðu í „Skráning í boði“. Þar sérðu alla flokka sem þú getur skráð þig í og velur þann flokk sem þú ætlar taka þátt í.
5. Ef þú ert að skrá þig í tveggja eða þriggja manna lið seturðu kennitölu liðsfélagans/-anna í viðeigandi reit OG aðildarfélag þitt innan MSÍ. EKKI er hægt að klára skráninguna nema að skrá inn þessar upplýsingar!
Athugið að keppendur verða að hafa greitt félagsgjald fyrir yfirstandandi ár til að geta tekið þátt í keppninni.
6. Því næst velurðu „Greiðslumáta“ og setur inn kortaupplýsingar.
7. Að lokum lestu yfir skilmála og hakar svo við „Samþykki skilmála“ og smellir svo á „Áfram“ til að ganga frá skráningunni.
8. Í lokin geturðu skoðað og prentað kvittun eða fengið senda staðfestingu í tölvupósti.

Liðsfélagar sem hafa þegar verið skráðir:
1. Þeir sem hafa verið skráðir sem liðsfélagar í tveggja eða þriggja manna lið skrá sig líka inn á http://msisport.felog.is
2. Skráðu þig inn með rafrænu auðkenni eða Íslykli – forráðamaður skráir sig inn fyrir alla yngri en 18 ára.
3. Við fyrstu skráningu þarftu að skrá inn tölvupóstfang og símanúmer ÁN bils eða bandstriks og samþykkja almenna skilmála MSÍ fyrir notkun á vefnum.
Hægt er að setja inn mynd og aukaupplýsingar undir „Stillingar“ en ekki nauðsynlegt.
4. Næst ferðu í „Skráning í boði“. Þar sérðu efst þann flokk sem þú hefur verið skráð(ur) í. Lengst til hægri sérðu „Greiða námskeið“ og smellir á það til að ganga frá greiðslu á keppnisgjaldi og samþykkja skilmála MSÍ og keppnishaldara.
Ath. Kerfið er notað af fleiri íþróttasamböndum/félögum. „Námskeið“ er því samheiti notað fyrir þátttöku hvort sem um keppni, námskeið eða aðra skráningu er að ræða.
5. Því næst skráirðu aðildarfélag þitt innan MSÍ. EKKI er hægt að klára skráninguna nema að skrá inn þessar upplýsingar!
Athugið að keppendur verða að hafa greitt félagsgjald fyrir yfirstandandi ár til að geta tekið þátt í keppninni.
6. Því næst velurðu „Greiðslumáta“ og setur inn kortaupplýsingar.
7. Að lokum lestu yfir skilmála og hakar svo við „Samþykki skilmála“ og smellir svo á „Áfram“ til að ganga frá skráningunni.
8. Í lokin geturðu skoðað og prentað kvittun eða fengið senda staðfestingu í tölvupósti.

Allar fleiri upplýsingar um keppnina má finna á : http://www.klausturoffroad.is/

ATH! Aðeins 300 sæti eru laus fyrir Klaustur 2018 og skráningu lýkur með formlegum hætti 2 vikum fyrir mót. Það verður þó hægt að skrá sig fram að keppnisdag þ.e.a.s. ef það eru laus sæti en það verður gegn hærra gjaldi!

ATH,ATH! Allir keppendur þurfa að fara inná skráningarsíðuna http://msisport.felog.is og samþykkja skilmála og greiða hver og einn! Með þessu viðmóti komum við í veg fyrir að allir keppendur þurfi að skila inn þátttöku-yfirlýsingu (sem hefur verið vesen undanfarinn ár) og auðveldar þetta allt ferlið í skráningu, bæði fyrir keppnishaldara og fyrir keppendur.

Mikið hlakka ég til að sjá ykkur á Klaustri 2018 þann 26.05.2018

Með bestu kveðju. Gatli

Síða 3 af 93812345...2040...Síðasta »