1. Umferð Íslandsmótsins í Enduro, Hella 2019, Vatnsvirkja Enduro á Hellu.

Opnað verður fyrir skráningu fyrir 1. umferð til Íslandsmeistara í Enduro á morgun. Föstudaginn 12.04.2019.
1. Umferðin í Enduro er 2 vikum fyrir Klaustur eða þann 11.05.2019 og er Enduro-ið á Hellu.

Skráning fer fram sem fyrr inn á msisport.felog.is

Að keppa á Hellu er góð skemmtun og enginn betri leið til þess að starta tímabilinu. Hvetjum alla til þess að skrá sig og taka þátt!

Þess ber þó að geta að allur akstur á svæðinu er stranglega bannaður! Við fáum bara undanþágu fyrir keppni þetta eina skipti á ári og það getur eyðilagt það fyrir okkur ef fólk stelst til þess að hjóla á svæðinu utan keppni.

Eins og á síðasta ári er það Vatnsvirkinn sem hjálpar okkur að halda þetta mót.

Með bestu kveðju. Stjórn VÍK

Skildu eftir svar