Vefmyndavél

Motocross 101: Startaðu fram á hjólinu

17. Startaðu fram á hjólinu.

Ef það er gott grip í startinu vertu þá vel fram á hjólið and haltu fótunum framan við standpetalana. Ruggaðu mjöðmunum aftur á bak þannig að þegar þú tekur af stað er líkaminn í góðri stöðu til að færa þyngdina yfir afturdekkið til að ná hámarksgripi í startinu. – Andrew Short.

Motocross 101: Prufaðu þig áfram

16. Prófaðu þig áfram.
Ekki festast í að keyra alltaf sömu brautina alla daga. Það er auðvelt að ná góðum tökum á einni braut og vera hetja þar. Hvað gerist svo þegar þú þarft að keppa í annarri braut? Prófaðu að keyra í mismunandi aðstæðum, sandi og drullu, blautu og þurru. Tim Ferry.

Motocross 101: Fjölbreytni er málið

15. Fjölbreytni er málið.
Prófaðu mismunandi línur í brautinni þegar þú ert að æfa eða í tímatökum. Þó allir keyri ytri línuna í einhverri beygju þarf það ekki að þýða að þú eigir ekki einu sinni að reyna að keyra innri línuna. Þá veistu amk. þegar kemur að keppninni hvort innri línan hafi eitthvað að bjóða fyrir framúrakstur. – Jason Lawrence.

Motocross 101: Bremsaðu með hausnum

14. Bremsaðu með hausnum.
Þegar brautin slitnar og verður meira vúppsuð þarftu að hugsa meira um hvernig þú bremsar á leið inn í beygjur. Kláraðu að bremsa áður en þú kemur að stærstu bremsuvúppsunum, haltu síðan aðeins við með afturbremsunni og dragðu afturdekkið inn í beygjuna – þetta kemur í veg fyrir að afturdekkið skoppi út um allt. – Grant Langston.

Motocross 101: Þrífðu gírinn

13. Þrífðu gírinn (búnaðinn).
Taktu þér tíma fyrir hverja keppni til að fara í gegnum gírinn. Hreinar græjur virka einfaldlega betur, þrífðu því hjálminn, skóna, gleraugun og rest hátt og lágt fyrir hverja keppni. Hafðu líka með þér aukasokka og nærföt, það er betra að eiga til skiptanna þegar það er bleyta og kuldi. – Andrew Short.

Motocross 101: Horfðu fram

12. Horfðu fram.
Eitt það mikilvægasta í motocrossi er að horfa alltaf upp og fram. Þú átt alltaf að vera að horfa á næstu hindrun í brautinni en ekki á brautina rétt framan við framdekkið. – Jason Lawrence.

Síða 6 af 12« Fyrsta...45678...Síðasta »