Greinasafn fyrir flokkinn: Events

The events calendar

Klausturskeppnin – þetta er að bresta á!

Eins og flestir vita að þá mun skráning hefjast kl.22:00 í kvöld hér á vef VÍK.  Þannig að nú fer hver að verða síðastur að ganga frá sínum félagsgjöldum til að geta skráð sig.  VÍK hefur rætt um fjölda takmarkanir í þessa keppni og hafa menn verið að gæla við að takmarka fjöldann við 300 keppendur.  Ekkert hefur verið ákveðið í þá veru ennþá, en ef af verður, að þá gildir sú regla að fyrstu 300 eru inni.  Tekið skal fram, að ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum ennþá en VÍK áskilur sér rétt til að setja slíkar takmarkanir á skráningu ef þurfa þykir.  Einnig hefur VÍK áhuga á að halda sérstaka 85cc og kvennakeppni á laugardaginn 22 mars.  Fyrirkomulag hennar verður auglýst nánar síðar, en í fyrstu hefur verið hugsað um að þetta verði um klukkutíma keppni og hefjist kl.16.  VÍK hefur ekki ákveðið hvort sú keppni verðir skráningarskyld en væntanlega þurfum við að vita hversu margir hafa áhuga á að taka þátt.  Þannig að upplýsingar um 85cc og kvennakeppnina munu fara í loftið fljótlega og hvernig þátttakendur geta tilkynnt þátttöku sína.

Trans Atlantic Off-Road Challenge

Hvítasunnudagur

ræsing klukkan 12, flaggað út klukkan 18

Sjá nánar hér: www.motocross.is/tag/klaustur

Endúró Íslandsmót 1.umferð

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Enduro

Nánari staðsetning verður auglýst síðar (Reykjavík / Suðurland)

Skyndihjálparnámskeið – fyrir mótorhjólamenn

Sérsniðið skyndihjálparnámskeið verður haldið fimmtudaginn 11.03. kl: 19-22 í Reykjavík (staðsetning auglýst síðar). VÍK í samstarfi við strákana
í Slökkviliðinu sem séð hafa um sjúkrabílinn á keppnunum hjá okkur hafa sett saman sérsniðið skyndihjálparnámskeið fyrir hjólafólk. Þetta námskeið
hentar þeim sem stunda æfingar í Moto-Cross, Enduro og eru í ferðamennsku.
Eftirfarandi eru helstu þættir sem farið er í:

  • Aðkomu að slysstað,
  • greinagóð tilkynning til 112/sjúkrabíl,
  • meðhöndlun sjúklingsins á staðnum eftir aðstæðum og ástandi /hvað er hægt að gera,
  • undirbúningur til flutnings,
  • flutningur framkvæmdur af þeim er koma, fyrstir á staðinn ef aðstæður krefjast þess, þ.e erfið aðkoma.
  • Einnig verður búnaður þeirra kynntur.
  • Farið yfir helstu hluti sem ættu að vera til í sjúkrakassa í bílnum.
  • Farið yfir helstu hluti sem ættu að vera meðferðis á ferðalögum.

Námskeiðið er takmarkað við ca. 40 manns, hluti námskeiðis er verklegur. Við fáum einnig heimsókn frá Landhelgisgæslunni og farið verður í helstu hluti sem þarf að vita til móttöku á þyrlu á slysstað.
Skráning fer fram hér á www.motocross.is og er þáttökugjald kr. 1.500,-

Viðhaldsnámskeið 3

VIÐHALDSNÁMSKEIÐ.
Hér setjum við upp námskeið fyrir alla þá sem hafa ekki grunnþekkingu í því að þjónusta hjólin.

Námskeiðið er í samstarfi við og hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, en þar eru menn hoknir af reynslu í mótorhjólaviðgerðum.

Námskeiðið er í þremur hlutum ca tveir tímar í hvert skipti. Kostnaður er kr: 2000 fyrir skiptið eðakr: 5000 fyrir öll þrjú skiptin.

Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðunum, skráning hjá Óla Gísla, olafur@bernhard.is eða í s: 864- 1243

31.Mars 19:30 – 21:30

Stillingar á dempurmum.

Uppsetning á dempurum.

Sag stillingar

Umhirða á dempurum.

Dekkjaskipti.

Blöndungur, stillingar.

Hvaða verkfæri væru æskilegust í verkfæratösku.

ATH ! Viðfangsefni námskeiðanna gæti breyst ef þurfa þykir.

Viðhaldsnámskeið 2

VIÐHALDSNÁMSKEIÐ.

Hér setjum við upp námskeið fyrir alla þá sem hafa ekki grunnþekkingu í því að þjónusta hjólin.

Námskeiðið er í samstarfi við og hjá Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, en þar eru menn hoknir af reynslu í mótorhjólaviðgerðum.

Námskeiðið er í þremur hlutum ca tveir tímar í hvert skipti. Kostnaður er kr: 2000 fyrir skiptið eðakr: 5000 fyrir öll þrjú skiptin.

Takmarkaður fjöldi kemst að á námskeiðunum, skráning hjá Óla Gísla, olafur@bernhard.is eða í s: 864- 1243

24. Mars. 19:30 – 21:30

Hvernig skal smyrja barka og inngjöf.

Stillingar á börkum.

Stillingar á stýri. Almennt.

Hvað skal ath í hvert skipti áður en farið er að hjóla.

Loftsía + olía í síur, hversu oft.

Kúppling og stillingar

Vatnskassi + vökvi

Bremsur + vökvi

Olíu og síuskipti + hversu oft