Vefmyndavél

Bolaalda

bolaalda

Þegar komið er frá Reykjavík er rauða punktalínan elt upp að stóra rauða blettinum.

Bolaöldusvæðið var opnað árið 2006 og þar hefur verið byggt upp eitt fjölbreyttasta aksturssvæði á landinu með tug kílómetra löngu enduro-slóðaneti, byrjendabrautum og motocrossbraut í fullri stærð.
Á svæðinu er félagshús með búnings- og salernisaðstöðu sem er opin á opnunartíma brauta.

Þar er þvottaaðstaða sem  stendur gestum til boða án endurgjalds. Þar er einnig loftdæla til að pumpa í dekk. Ennfremur verið sett upp vökvunarkerfið í motocrossbrautina svo hægt sé að keyra brautina þó ekki rigni .

Við brautina hafa einnig verið sett upp starthlið á steyptri undirstöðu sem er hin fyrstu sinnar tegundar á landinu og eiga eftir að gjörbreyta öllu keppnishaldi á svæðinu. Þegar eru komin upp 30 hlið en pláss er fyrir 40 hlið á startplötunni.

Árið 2015 var byrjað á nýrri 2km braut, uppi á flötinni hægra megin við eldri brautina.

Æfingabraut fyrir minni hjól, allt að 85cc (tvígengis – 125 fjórgengis) er norðan við bílastæðið og er aðgangur ókeypis fyrir ökumenn yngri en 16 ára, æskilegt að ökumenn séu félagsmenn.

Byrjendabraut á svæðinu sem er litli hringurinn næst Draugahlíðunum og er ókeypis aðgangur í hana.

Gott hús er á svæðinu með salernis og kaffiaðstöðu.

Opnunartímar brauta í Bolaöldu:

  • Laugadaga – Sunnudaga 12 – 18.
  • Mánudaga    17 – 21
  • Þriðjudaga    17 – 21
  • Miðvikudaga 17 – 21
  • Fimmtudaga    17 – 21
  • Föstudaga    17- 21

ATH ÁRÍÐANDI  Ef enginn starfsmaður er á svæðinu þá skal varlega farið. Ökumenn eru algjörlega á eigin ábyrgð á svæðinu.

Enduro-slóðar hafa verið lagðir mjög víða um svæðið og eru vel merktir. Nánari upplýsingar má sjá á slóðakortinu hér. Aðgangur að enduroslóðunum er ókeypis en æskilegt að vera félagsmenn.  Stranglega er bannað að aka utan brauta og slóða.

Hér er loftmynd af brautunum og hér önnur af aðal motocross brautinni og hér er ein tekin í ágúst 2009

Verðskrá :

  • Almennt félagsgjald 5.000 kr.
  • Nýtt – Félags- og brautargjald allt árið – aðeins 15.000 kr. sem gildir í allar brautir VÍK.
  • Stakur miði í braut 2.000 kr. í bæði motocross og endurobrautir

Athugið að ökumenn undir 18 ára aldri þurfa ávallt að hafa meðferðis skriflegt leyfi forráðamanna fyrir akstri. Sjá hér

Dagpassar fást í Litlu kaffistofunni og á bensínstöð Olís við Rauðavatn.  Árskort má nálgast hér á síðunni.  Þar geta nýir félagar skráð sig og þar má einnig greiða félagsgjöld.

Athugið að akstur og allt spól er stranglega bannað á bílastæðunum og annars staðar á svæðum sem verið er að slétta. Stefnan er að reyna að græða sem mest af opnu svæðunum í kringum brautirnar til að draga úr ryki og til að gera svæðið grænna. Sama á um veginn fram hjá bílastæðunum en þar er 30 km hámarkshraði.

Fylgist með nýjustu fréttum um ástand og opnunartíma hér á síðunni

Miðalausum ökumönnum verður vísað úr brautinn – skemur eða lengur!
Það er á engan hátt liðið að menn sleppi því að borga fyrir afnot brauta og hefur stjórn VÍK ákveðið eftirfarandi viðurlög:

1. Miðalaus ökumaður í brautinni = brottvísun úr brautinni fyrir daginn.
Þetta á einnig við þó „miðinn sé uppí bíl“. Þetta er algengasta svarið sem menn gefa fyrir miðaleysi og engin leið að elta menn um allt svæðið til að sannreyna þetta. MUNIÐ: Miði sem er ekki á hjóli hefur sömu stöðu og ókeyptur miði ! !

2. Miðalaus ökumaður í annað skipti = 30 daga útilokun frá brautum VÍK.
Sektir eða almenn tilmæli og áróður virðist duga skammt á suma og því hefur félagið ákveðið að bregðast mjög hart við ítrekuðum tilfellum. Ásókn og slit á brautunum er gríðarlegt sem kallar á mjög mikla og dýra ýtuvinnu á nánast hverjum degi.  Þeir sem ekki borga verða hreinlega að vera annars staðar.

3. Alvarlegri brot eða ítrekuð = ákvörðun stjórnar VÍK í hvert sinn.
Það er stjórn síður en svo ánægjulegt að standa í svona aðgerðum. Það er hins vegar alveg klárt að eigi félagið að lifa af þennan gríðarlega vöxt í aðsókn verður að grípa til svona óskemmtilegra aðgerða.

Stjórn VÍK

Veðrið frá Veðurstofu Íslands í beinni útsendingu:

[iframe http://www.motocross.is/wp-content/plugins/vedur/sandskeid/vedur.php 200 200]