Paris – Dakar leið 6

Í gær var ekin leið 6 í Dakarrallinu og er skemmst frá því að segja að Íslandsvinurinn Sala var annar í gær. Þetta kom honum upp um eitt sæti í heildarlistanum og er hann nú í 7. sæti. Sigurvegarinn frá því í fyrra Cyril Despres frá Frakklandi lenti í því að fara úr axlarliði á vinstri öxl, en um tíma var haldið að öxlin eða viðbeinið væri brotið líka. Þrátt fyrir þetta ætlar hann að halda áfram í dag, en á ekki von á því að vera í toppbaráttunni í dag. Leiðin í dag er mjög erfið og er fyrirfram búist við því að litlu hjólin nái góðum árangri á þessari dagleið og er helst veðjað á Yamaha 450 keppanda no 12 David Fretigne, en hann keppir fyrir Yamaha Frakklandi á WRF 450. Síðustu tvö ár hefur hann verið á 2WD 450 Yamaha, en kaus að vera á venjulegu eindrifs hjóli í ár og keppa í 250-450 flokki. Hann er nú efstur í þessum flokki og í sjötta sæti alls.

Skildu eftir svar