Transatlantic Offroad Challenge – Klausturskeppnin endurvakin!

Smellið fyrir stærri mynd
Brautarstæðið og gróf staðsetning brautarinnar (smellið á fyrir stærri mynd)

Já eins og legið hefur í loftinu þá hefur keppnin á Klaustri verið endurvakin. Keppnin fer fram 23. maí nk. í landi Ásgarðs sem er ca. 2 km. ofan við gömlu brautina. Gengið hefur verið frá 5 ára samningi við landeigendur um keppnishaldið og ef allt gengur að óskum munum við byggja upp aðstöðu við brautina fyrir keppendur og áhorfendur. Þessi samningur er mjög ánægjulegur og verður vonandi lyftistöng fyrir sportið ekki síður en ferðamennsku á svæðinu. Feðgarnir Eyþór og Hörður á Ásgarði og tengdasonur Eyþórs Guðmundur Vignir sem einnig er rekstraraðili Skaftárskála eiga bestu þakkir skyldar fyrir að bjóða hjólafólk velkomið á landið sitt. Það er því markmið okkar að þetta samstarf og umgengni á svæðinu öllu verði til fyrirmyndar.
Í landi Ásgarðs er líka stórskemmtileg motocrossbraut sem Kjartan á Klaustri aðstoðaði við að leggja fyrir um tveimur árum. Undirbúningur er þegar hafinn og er komnar grófar línur á keppnisbrautina. Hún verður núna mun nær þjóðveginum þannig að keppendur og áhorfendur eiga að geta fylgst mun betur með keppninni á hverjum tíma.
Skráning hefst kl. 22:00 þann 10. mars nk. hér á vefnum og það er um að gera fyrir menn að vera vel vakandi því röðun á startlínu verður „fyrstir koma – fyrstir fá“! Góðar stundir.
Stjórn VÍK

5 hugrenningar um “Transatlantic Offroad Challenge – Klausturskeppnin endurvakin!”

  1. Hringurinn verður á bilinu 15-20 km, þannig að þetta verður svipað og síðast á Klaustri = 20-30 mínútur á hvern hring.

  2. Sælir
    Nú fer að líða að skráningu, það væri nú gaman að vita hvað keppnisgjaldið verður hátt?
    Ég man ekki eftir að hafa séð það neinsstaðar.

    Varðandi skráningu í tvímenning, skráir maður báða aðila inn og setur svo athugasemd með tengingu eða hvað?

    Kv.
    Dóri Sveins

Skildu eftir svar