Eriksson á batavegi

Anders Eriksson er kátur þessa dagana, enda endurnýjuðu Husqvarnamenn samninginn við hann og ætla honum að keppa í E3 á næsta ári á stóra hjólinu. Og er þá spurning hvað þeir meina með "stóra hjólinu", er það 510 eða 610 eða eitthvað þarna á milli. Annars er það að frétta af kallinum a hann æfir 4 tíma á dag í róðravél þar sem hann getur haft bilaða hnéið beint á sleða, meðan hitt er í fullum átökum. Hann fór í uppskurð á hnéinu fyrir stuttu síðan þar sem eitthvað af járnruslinu sem var búið að setja í hann var fjarlægt vegna óþæginda sem það olli, en nú er hann sem sagt allur að braggast og ætlar að mæta grimmur í E3 á næsta tímabili.

Skildu eftir svar