Allt að verða klárt fyrir helgina

Mikil rigning hefur einkennt keppnir á Álfsnesinu undanfarin ár og nú er nokkuð líklegt að menn verði að berjast við hvorn annan heldur en polla og drullu eins og venjulega. Líklega hefur rigningin í Sólbrekku um daginn dugað fyrir allt sumarið að margra mati. En þegar þurrkurinn er svona mikill er hægt að stjórna betur aðstæðum með því að vökva brautina hæfilega mikið með bílum sem þýðir að menn geta ekki kvartað yfir neinu og geta einbeitt sér að kappakstrinum. Þetta mun örugglega leiða til þess að menn mæti vel stemmdir til leiks og gefi allt í sölurnar, sem er skemmtilegast á að horfa.
Nú þegar hafa 140 manns skráð sig í keppnina í öllum flokkum. Þegar allir hafa skráð sig (enn er hægt að skrá sig en greiða verður skussagjald) er ekki ólíklegt að metþátttaka verði í keppninni. Nú þegar eru unglingaflokkurinn og kvennaflokkurinn orðnir allsvakalega fjölmennir. Grillvagninn verður á svæðinu og selur borgara ofl. og ef einhverjir hafa áhuga á að setja upp sölutjöld (með öðru en mat) þá er það leyfilegt.

Við á motocross.is viljum hvertja alla sem crosshanska geta valdið að mæta á svæðið til að njóta dýrðarinnar í öllu sínu veldi. Keppnin byrjar klukkan 12.10 en MX1 byrjar klukkan á mínútunni 14.03. Munið eftir sólarvörninni.

Sjá skráða keppendur


Skildu eftir svar