Vefmyndavél

Valdimar á sigurbraut

Valdimar Þórðarson sigraði í íslandsmótinu í Motocrossi í dag á Álfsnesi en hann vann einmitt síðustu endúrókeppni líka. Annar í MX1 var Ragnar Ingi Stefánsson og þriðji Einar S. Sigurðarson.
Sölvi Sveinsson vann í MX Unglingaflokki, Bryndís Einarsdóttir í 85cc kvennaflokki, Eyþór Reynisson í 85cc karlaflokki, Signý Stefánsdóttir í opnum kvennaflokki og, Gunnlaugur Karlsson í MX2. Nánari fréttir hér síðar.
Á myndinni má sjá Valda sigra 3ja moto-ið en takið eftir á bakvið hann er Raggi. Aðeins munaði 0.16 sekúndum á þeim á marklínunni. Frábær lokasprettur hjá Ragga en dugði ekki alveg.

Leave a Reply