Ferð á MXON

Motocross of Nations verður haldin á Budds Creek brautinni í Maryland fylki Bandaríkjanna dagana 22. og 23. september 2007. Ísland sendir í fyrsta skipti lið til þátttöku og verður spennandi að sjá hvernig því gengur.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að mæta og horfa á keppnina þá eru hér upplýsingar fyrir þá. Í stuttu máli þá mælum við með að menn kaupi sér flugmiða með Icelandair og komi sér sjálfir í bílaleigubíl að brautinni.
Hægt er að fá miða inná keppnina sjálfa á netinu eða í gegnum MSÍ.

Hentugast er að fljúga til Baltimore/Washington flugvallar og flýgur Icelandair beint þangað. Flugið tekur rúma 6 klst frá Keflavík.
Ef menn ætla að ná allri keppninni þá þarf að taka vélina út á föstudagskvöldi (kl. 16.55) og heim á mánudagskvöldi (kl.20.45) og lent í Keflavík á þriðjudagsmorgni klukkan 06.25. Svo er hægt að mæta fyrr eða fara seinna heim eins og hentar hverjum og einum. Nú (16.júlí) kostar flugið 50.540 með sköttum.
Ekki verður um skipulagða hópferð á vegum MSÍ að ræða heldur fer hver á sínum vegum. MSÍ getur þó útvegað miða á keppnina.

Helstu atriði úr dagskrá

Laugardagur

  • Kl. 10.00 Æfingar
  • Kl. 14.20 Undanriðlar
  • Kl. 17.30 Dagskrá lokið

Sunnudagur

  • Kl. 08.40 Upphitun
  • Kl. 10.50 B-úrslit
  • Kl. 12.50 MXON
  • KL. 17.30 Verðlaunaafhending

Ferðin frá flugvellinum tekur um 90 mín og leigja flestir sér bílaleigubíl.
Flestir gestir gista í tjöldum á keppnissvæðinu.
Miði á keppnissvæðið fyrir laugardag og sunnudag kostar $60 í forsölu (4000 kr)
Hægt er að kaupa miða á www.buddscreek.com.

kveðja
Hákon liðstjóri

Skildu eftir svar