VÍK og Kraftvélar – kraftmikið samstarf

VÍK seldi Massey Ferguson dráttarvélina um daginn sem hafði gegnt hlutverki brautarhirðis í nokkur ár. VÍK þakkar „Massanum“ fyrir sín störf. Massinn fór þó ekki á eftirlaun heldur fór hann með sína miklu reynslu af motocross-brautum á Selfoss. Þar mun hann koma að góðu gagni og halda áfram að gleðja okkur sem hjólum þar. Við óskum motocross-deild UMF Selfoss til hamingju með gripinn.

Á myndinni hér að ofan með Gatla formanni og Pétri yfirmanni undirmála á Bolaöldusvæðinu er Viktor Karl Ævarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs, hjá Kraftvélum. Kraftvélar ætla að leggja VÍK lið með láni á tækjabúnaði í viðhald Bolaöldusvæðisins. Kraftvélanafnið verður því mjög áberandi uppi í Bolaöldu og verður nafn fyrirtækisins einnig lagt við bikarmótaröð sem stefnt er á að halda á árinu 2019.

Þetta samstarf er gríðarlega góð og verðmæt innspýting í starf VÍK og það gleður okkur í stjórninni gríðarlega að fá svona sterkan og góðan bakhjarl í samstarf með okkur. Stjórn VÍK þakkar Kraftvélum kærlega fyrir sitt framlag og hefur ekki trú á öðru en að það verði farsælt.

Nú skulum við, ástríðufólk um torfæruhjól, leggjast á eitt og gera 2019 að stórkostlegu ári fyrir torfæruhjólin. Vinnum saman og höfum gaman saman.

Gleði – SAMSTARF – Hamingja

Stjórn VÍK

 

Skildu eftir svar