VEI JIBBÍ JEI. Síðan er farin að virka aftur.

Þar sem vefurinn hefur legið niðri hjá okkur sl mánuð eða svo vegna „hökkunar“ þá er okkur það mikill léttir að hún virki aftur.

Nú er bara að girða sig í brók og hefja skriftir aftur.

Smá yfirlit um hvað stjórn VÍK er að huga að þessa dagana:

Ískeppni.

Endurokeppni og svæði undir það.

Klaustursundirbúningur.

Bolaöldusvæðið, lagfæringar á brautum næsta sumar. Nú erum við komin með tvo ofvirka brautarstjóra sem hafa skoðanir á hvernig brautin á að vera. Verður spennandi að sjá útkomuna þar.

Barnastarfið er í fullum gangi en þó er ekki alveg öruggt hversu lengi við höfum aðgang að Reiðhöllinni í Víðidal.

Eins og alltaf þá er stjórn VÍK að huga að því hvernig við náum inn tekjum fyrir félagið. Félagsstarfið verður víst aldrei rekið án þess að fá inn tekjur og tekjur fáum við ekki inn án félaga. Þó stjórn VÍK sé skipuð fólki sem er til í að gefa félagstarfinu mikinn tíma þá verður ekkert gert án $$$$. Hvetjum alla til að borga félagsgjöldin þegar þar að kemur.

Stjórn VÍK.

Skildu eftir svar