Enduro – Klaustur 2013

Nokkrir puntktar sem gott er að hafa í huga:

Skoðun á Klaustri: Föstudag 18.00 – 21:00  Laugardag 09:00 – 10:45

Vert er að minnast þess að hjólin skulu vera í lagi, öll plöst heil, höldur heilar og GRIPIN í lagi.  það bar mikið á því í skoðun í gær að gripin væru ónýt á endum.

Tjaldstæði: Boðið er uppá tjaldstæði hjá Ásgarði eins og í fyrra. Gjaldið er 1000 kr á mann fyrir helgina, frítt fyrir börn undir 16 ára.

Óheimilt er að tjalda á pittsvæðinu, húsbílar og ferðavagnar þar með taldir.

Muna: Þetta er skemmtikeppni ekki heimsmeistaramót. Koma með góða skapið og bros á vör.

Í keppninni á laugardaginn verður hægt að fylgjast með stöðu keppenda á netinu á síðunni http://www.racetimerlive.com/ með því að slá inn leitarorðið „Klaustur 2013“.

Með því að smella á græna plúsinn lengst vinstra megin er svo hægt að sjá tíma í hverjum hring.

Það er líka farsímaútgáfa af þessu undir http://www.racetimerlive.com/mobile/

Gallinn á þeirri útgáfu er að þar sést eingöngu tímí á síðasta hring en venjulega útgáfan er ekki mjög þung síða þannig að ekkert mál er að keyra hana úr farsíma.

Endilega prófið að skoða þetta heima með því að leita að „MSI“ og þá sjáið þið Enduro frá því í fyrra.

 

Skildu eftir svar