Enduro – Klaustur 2013. Brautargæsla.

Nú er komið að aðalmálinu.

Okkur vantar brautargæslu fólk. Boðið er uppá bensín á hjól og í skrokk.

Brautargæsla er eitt aðalmálið í svona keppni og ekki verður hún haldin nema að öllu öryggi verði gætt. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við Svavar Kvaran ( lögreglustjórann okkar ) með því að senda á hann vefpóst svavark@gmail.com.  Gott væri ef tekið er fram Nafn, Símanúmer og aldur.

Fjórhjól eru líka velkomin, eiginlega mjög velkomin. Svo henta trial hjól líka mjög vel í hlutverkið.

Skildu eftir svar