Supercross ferð til Minneapolis

28 manns er skráðir í 4 daga ævintýraferð á SuperCross sem fram fer í Minneapolis 15. febrúar. Hópurinn fer utan á fimmtudeginum 13. feb. kl. 16:50 og gistir í miðbæ Minneapolis á Millenium Hótelinu. Keppnin fer fram á laugardagskvöld 15. feb. og hefst kl: 19:00 og stendur til 22:15 einnig er möguleiki til að fylgjast með æfingum á laugardeginum frá kl: 13:00 Keppnin er haldin í Metrodome höllinni sem er rétt hjá hótelinu og má reikna með u.þ.b. 70.000 manns. Íslendingahópurinn flýgur svo heim á mánudeginum 17. feb. kl. 18:55 og lendir í Keflavík að morgni 18. feb. Enn er smá möguleiki að bætast í hópinn en verðið er 56.160,- á mann miðað við tvo í herbergi. Innifalið er flug + flugvallarskattar og hótel í 4 nætur. $35 kostar svo á keppnina. Nánari upplýsingar hjá Versluninni MOTO / Kalla í síma 586-2800 og 893-2098

Skildu eftir svar