Enduro Hellu

5. & 6. umferð Íslandsmótsins í Enduro fer fram á Hellu laugardaginn 11.09.´04 Keppt verður á frábæru keppnissvæði sunnan við þjóðveg nr. 1 þar sem keppt var2001 og 2002. Beygt er til hægri u.þ.b. 500m eftir að ekið er framhjá bensínstöðinni á Hellu. Brautarlagning fer fram föstudaginn 10.09.´04 og eru keppendur hvattir til að mæta og aðstoða við brautarlagninguna. Þeir keppendur sem mæta fyrir kl. 13:00 ber að tilkynna sig til brautarstjórans Guðbergs Kristinssonar við komu á svæðið. Keppendur sem aðstoða við brautarlagningu fá að aka keppnisbrautina 1 hring í hvora átt þegar lagningu brautarinnar líkur. Skráningarfrestur í keppnina er til 24:00 fimmtudaginn 09.09.´04 Keppendum er bent á að kynna sér vel dagskrá og sérreglur keppninnar.
kveðja, Enduro nefnd

Skildu eftir svar