Hjálp vel þegin

Sælir verið þið félagar. Eins og komið hefur fram stendur yfir gerð motocrossbrautar upp á Bolöldum og í allan gær voru 3 jarðýtur frá 10 tonnum og upp í 50 tonna jarðýta að vinna við brautargerðina undir stjórn Ed Bradley sem hannar brautina. Stóra jarðýtan gerði stökkpallana bara með einni sköfu svo stórtæk var hún. Um alla helgina verður haldið áfram að vinna við svæðið og verður mikið um að vera. Það vantar hjálp á laugardag og sunnudag við ýmsa handavinnu við lokafrágang. Það væri sniðugt að taka með slaghamar, malarhrífu, sleggju, og góða félagsandann á laugardag.  Ef áætlun stenst og gengur eftir er jafnvel hægt að

byrja að æfa í brautinni á mánudag 1. maí, en þetta eru bjartsýnustu vonir. Hins vegar er allt svæðið að þorna og ef veðurspá gengur eftir ætti mesta drullan að vera farin úr svæðinu þarna upp frá um helgina.  Kveðja Hjörtur L Jónsson

Skildu eftir svar