Ofurhugabrjál með Jóa Kef í SUPERSPORT

Glænýr ofurhugaþáttur með Jóa Kef var sýndur eftir Supercross í gærkvöldi í Púkanum og Nitro, en í þættinum sýndi Jói að hann fer jafn létt með vitleysuna á krossara og stóru götuhjóli!!! Þessi þáttur er sá 9. og jafnframt lokaþáttur í vetrar-seríunni sem sýnd hefur verið á SÝN. Enn er óráðið hvort SUPERSPORT verður í loftinu í sumar og á hvaða stöð en viðræður standa yfir við sjónvarpsstöðvar og styrktaraðila. Nýji þátturinn er kominn á www.supersport.is og er í boði Bernhard ehf. – Honda á Íslandi. Bjarni Bærings.

Skildu eftir svar