Enduro 28.8.16 – prufuhringur – ber – dagskrá

Á morgun er enduro í Bolaöldu. Það er síðasta umferðin í Íslandsmótinu.

DAGSKRÁIN ER HÉR

Prufuhringur verður farinn kl. 10:15 í fyrramálið. Þannig að þeir keppendur sem vilja rúlla hringinn áður en þeir taka hann á keppnishraða get þá gert það.

Við hvetjum fólk til þess að koma og horfa á keppnina. Hún er áhorfendavæn og ef gengið er í hlíðarnar fyrir aftan motocross-brautirnar, þá eru þær að drukkna í berjum. Þannig að það er kjörið tækifæri að fara í berjamó og horfa á enduro.

Skildu eftir svar