Slóðarnir í Bolaöldu opnir.

Jæja kæru hjólarar, við ætlum núna að opinberlega opna slóðana í Bolaöldu þetta vorið. Farin var vettvangsferð í gær. Svæðið er mikið til þornað en farið endilega varlega því bleyta gæti leynst á einverjum stöðum. Athugið einnig að á sumum stöðum eru enn smá snjóskaflar í slóðunum. Við ætlum að biðja ykkur um að keyra í gegnum þá frekar en að fara framhjá þeim. Höldum okkur innan slóðana. Við eigum að sjálfsögðu alltaf að gera það, en núna alveg sérstaklega þar sem jörðin er viðkvæm.

Pétur og fleiri verða á svæðinu á morgun með posann og miðana til staðar. Miðarnir fara að verða klárir hjá Olís, en það gæti verið að þeir séu ekki alveg dottnir í sölu þar.

Skellum okkur nú út að hjóla og æfa okkur fyrir Klaustur.

Skildu eftir svar