Fyrsta opna æfingin hjá Ingva verður í Bolaöldu þriðjudaginn 17. maí (á morgun/í dag)

Ingvi Björn

Já, mikið rétt, það er komið að því. Á morgun þriðjudaginn 17. maí verður fyrsta opna æfingin hjá Ingva í motocross-i í Bolaöldu. Æfingin er á milli 19:00 og 20:30 og er öllum opin sem mega keyra í stóru brautinni.

Klippikort og heildarkort á æfingarnar verða til sölu á staðnum.

5 skipti – 10.000 kr.

10 skipti – 20.000 kr.

Allt sumarið (15 x þri og fim = 30 skipti) 30.000 kr.

Það er gjöf en ekki gjald fyrir leiðbeiningar frá dreng með reynslu á borð við það sem Ingvi hefur.

Athugið, það er gjaldið fyrir kennsluna. Allir verða að vera með miða í brautina eða árskort. Þau verða einnig til sölu á staðnum.

There’s no school like the MX-school… Eða var það old school? Það skiptir ekki máli, þessi verður engum líkur.

Skildu eftir svar